top of page

Viðburðir

Gítarpartý / Trúbador

Ég mæti í partýið með söngbækur og úr verður frábært söngpartý sem allir taka þátt í! Söngpartýið er alltaf skemmtilegra ef allir syngja með. 

Ef ég er að spila sem trúbador með míkrófón, þá eru söngbækurnar sömuleiðis með í för og ég er með auka-míkrófón og gestir geta tekið lagið mér mér.  Nokkurs konar “open mic”.

IMG_1228.jpg
IMG_1116.jpg

„Heima í stofu“

Ég mæti og held tónleika inni í stofu hjá þér.

Ég get komið með söngkonu með mér og get sömuleiðis mætt með trommu- og bassaleikara en þar sem trommuleikarinn spilar á Cajun kassatrommu (Ingó Sig spilaði á svona kassatrommu í fyrstu COVID-bylgjunni í “Heima með Helga), þá verður hávaðinn aldrei þannig að ónæði hljótist af.

Ball

Mæti auk trommu- og bassaleikara, með gítarleikara og jafnvel hljómborðsleikara. Hljómsveitin þar með orðin rafmögnuð með gítarmögnurum og LÁTUM ef út í það er farið! Ég viðurkenni fúslega að mér finnst afskaplega gaman að setja stundum drive á gítarinn og rokka aðeins!

IMG-6611.JPG
sigurbjörn minni_edited.jpg

Brúðkaup

Ég get mætt og flutt tónlist í brúðkaupsathöfninni. 


Ég starfa náið með söngkonu en rödd hennar nýtur sín einkar vel í hljómfagurri kirkju.

Að athöfn lokinni get ég séð um stuðið í veislunni.  Allt frá því að vera einn með gítarinn og vera DJ, yfir í að mæta með hljómsveit með mér.

Jarðafarir

Að kveðja nákominn er alltaf erfið stund en falleg tónlist getur hlýjað hjartarætur í athöfninni.

Ég starfa náið með söngkonu en rödd hennar nýtur sín einkar vel í hljómfagurri kirkju.

30.10.jpg
20220128_122057.jpg

Önnur tilefni

Mæti við hvaða tilefni sem er, hvort sem um skírn, fermingu eða það sem
ÞÉR DETTUR Í HUG!

Tilefnin: News
bottom of page